Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Skilmálar

Skilmálar

Nemendur og foreldrar/forráðamenn munu gera samning við skóla um afnot af tækjunum.
Samningurinn kveður á um ábyrgð nemandans/forsjármanna á meðferð og notkun tækisins meðan nemandi hefur það til afnota.

Hér má sjá samning þann sem nemendur og foreldrar undirrituðu við afhendingu spjaldtölva í september 2015:

Samningur um afnot af spjaldtölvu - 8. og 9. bekkur skólaárið 2015-16 
Athugið að þessi samningur er ekki lengur í notkun.

Næsta afhending var í janúar 2016 og samningurinn var þá endurskoðaður og honum breytt lítillega. Hér má sjá nýrri samninginn, sem gildir bæði fyrir nemendur sem fengu úthlutað spjaldtölvu í ársbyrjun 2016, sem og þá sem fá úthlutað um haust 2016.

Samningur-um-afnot-af-spjaldtolvu- 

Student-contract-in-English

Umowa-dla-studentow-w-języku-polskim

Umsýslukerfið AirWatch verður sett upp á öll tækin til að gera kleift að annast nauðsynlega umsýslu og utanumhald og einnig til að dreifa námsefni. Kerfið gerir kleift að finna tæki ef það týnist og gera það ónothæft ef því er stolið.

Öllum nemendum og kennurum býðst að geymslusvæði fyrir gögn í Google skýjaumhverfi. Auk þess verða netföng sett upp á spjaldtölvum nemenda og kennara. Önnur hugbúnaðarkaup verða gerð eftir þörfum, hvort sem er fyrir alla notendur, einstaka skóla eða samkvæmt óskum einstakra kennara. Slík hugbúnaðarkaup verða nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu. Nemandinn mun geta sett hugbúnað að eigin vali inn á tækið með Apple-auðkenni sínu en athugið að allur kostnaður sem til fellur vegna slíks er á ábyrgð nemanda eða forráðamanna. Þá ber að hafa í huga að námsefni hefur forgang ef til þess kemur að tækin fyllist af efni.

Apple-auðkenni fyrir nemendur

Til að geta notað iPad-spjaldtölvur þurfa allir nemendur að eiga svokallað Apple-auðkenni (AppleID). Þetta auðkenni gefur nemanda kost á að nálgast ókeypis hugbúnað í App Store, sem er hugbúnaðarverslun Apple og er aðgengileg beint úr spjaldtölvunni. Auðkennið gerir nemanda einnig kleift að vista og deila gögnum með kennurum og öðrum nemendum, veitir aðgang að dagatali og öðrum skipulagsforritum, virkjar staðsetningarbúnað spjaldtölvunnar og ýmislegt fleira.

Foreldrar sem það vilja geta leyft nemendum að nálgast keyptan hugbúnað í App Store, en það á einungis við um forrit til persónulegra nota. Kópavogsbær útvegar allan hugbúnað sem nemandi þarf að nota í námi sínu.

Foreldrar geta einnig stýrt notkun nemenda á spjaldtölvunum með stillingum sem geta takmarkað aðgang að neti, myndavél og ákveðnum samfélagsmiðlum. Foreldrum verður boðin leiðsögn um hvernig þetta er gert.

Til að búa til Apple-auðkenni þarf að gefa upp fullt nafn nemandans, afmælisdag og netfang. Einnig þarf að búa til lykilorð. Allir nemendur á miðstigi fá úthlutað netfangi í sínum skóla í tengslum við afhendingu spjaldtölvanna. Það er tölvudeild Kópavogsbæjar sem útbýr netfangið, lykilorðið og Apple-auðkennið.

Lykilorðið er afhent nemandanum og sent til foreldra/forráðamanna en starfsfólk tölvudeildar getur aðstoðað nemanda sem gleymir lykilorðinu sínu með að endursetja það.

Skólaárið 2015-16 hafa nemendur í unglingadeild val um hvort þeir notist við Apple-auðkenni sem Kópavogsbær útvegar eða nota sitt eigið.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica