Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Stýring

Stýring á tækjum

AirWatch


AirWatch umsýsluhugbúnaðurinn er hannaður með öryggi og þægindi í huga. 

Búnaðurinn gerir skólum kleift að dreifa námsefni og forritum til nemenda og kennara og tryggir ennfremur öryggi sjálfra tækjanna. 

Ef tæki týnist er hægt að rekja ferðir þess og ef því er stolið er hægt að eyða af því gögnum. 

Notkun á hugbúnaðinum snýst því fyrst og fremst um umsýslu og þjónustu, að gera utanumhald einfaldara og skilvirkara.

Notkun á AirWatch snýst ekki um einhverskonar rafræna vöktun eða annað sem snýr að persónulegum þáttum.  Um er að ræða umsýslu sem snýr að málefnalegum tilgangi, það er að þjónusta nemendur, kennara og foreldra.  Spjaldtölvurnar eru fyrst og fremst námstæki og til að þau þjóni tilgangi sínum þarf utanumhald.  Þar sem Kópavogsbær er eigandi tækjanna sinnir tölvudeild Kópavogs því miðlægt í stað þess að þjónusta eina og eina spjaldtölvu.

Nánari upplýsingar um AirWatch má finna hér: 

https://www.siminn.is/thjonusta/upplysingataekni/oryggi/oryggi-endabunadar/

Þetta vefsvæði byggir á Eplica