Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Afhending spjaldtölva í fullum gangi

Seinkun á hulstrum veldur því að nemendur fara ekki strax heim með spjaldtölvurnar

31.8.2016

Nú stendur yfir afhending spjaldtölva í fimmta og sjötta bekk í öllum grunnskólum Kópavogs og eru þá allir nemendur á mið- og unglingastigi komnir með spjaldtölvur til einkanota, auk þess sem nemendur í fyrsta til fjórða bekk hafa aðgang að bekkjarsettum.Afhendingarferlið tekur nokkra daga, bæði eru ýmis handtök og innskráningar sem nemendur þurfa að ljúka áður en spjaldtölvan er tekin formlega í notkun, en einnig vinna allir bekkir að bekkjarsáttmála um rétta og ábyrga notkun spjaldtölvunnar jafnt í skóla sem heima fyrir.Það er ekki laust við að nokkurrar óþreyju sé farið að gæta hjá mörgum nemendum, ekki síst þar sem seinkun varð á sendingu hulstra utan um spjaldtölvurnar, en ekki er hægt að leyfa nemendum að hafa spjaldtölvurnar með heim fyrr en hulstrin hafa borist. Gert er ráð fyrir því að þau komi í hús öðru hvoru megin við næstu helgi. 
Rétt er að minna á að foreldrar og forráðamenn þurfa að samþykkja notkunarskilmála á Íbúagáttinni á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is áður en nemendur fá að fara heim með spjaldtölvurnar.Þetta vefsvæði byggir á Eplica