Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

AirWatch umsýslukerfið fljótt að sanna sig

14.9.2015

Spjaldtölvur voru afhentar rúmlega átta hundruð nemendum í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs í síðustu viku. Tækin eru beintengd við umsýslukerfi sem kallast AirWatch og er kerfið nýtt bæði til að miðla efni til nemenda og kennara sem og til að staðsetja tæki sem týnast. Ekki leið á löngu þar til fyrsta tilkynningin barst um að spjaldtölva nemanda hefði horfið þaðan sem hún hafði verið skilin eftir. Tilkynning um hvarf tækisins barst snemma á föstudagskvöldi og var þá staðsetningarbúnaður virkjaður. Skemmst er frá því að segja að greiðlega gekk að hafa upp á tækinu og komst það í hendur nemandans strax á mánudagsmorgni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica