Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Apple-auðkenni nemanda lokað

3.5.2016

Nemandi í ónefndum grunnskóla í Kópavogi varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að Apple-auðkenni hans var lokað. Nemandinn hafði gert sig sekan um að leyfa vinum sínum að nota Apple-auðkennið til að eignast leiki án þess að borga fyrir þá. Margir nemendur virðast halda að þetta sé leyfilegt og mikilvægt en svo er ekki. Nemandinn sem hér um ræðir gerðist ansi stórtækur í dreifingu á leikjum og því fór sem fór. Engin úrræði voru í boði önnur en að stofna nýtt Apple-auðkenni fyrir nemandann, en þannig tapar hann öllum þeim öppum sem hann hafði keypt sér.
Rétt er að taka fram að myndin tengist efni greinarinnar alls ekki.Þetta vefsvæði byggir á Eplica