Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Apple ráðstefna

Apple ráðstefna í Hörpu 3. desember 2015

15.12.2015

Fimmtudaginn 3. desember sl. fórum við í innleiðingarteyminu á ráðstefnu á vegum Apple um notkun spjaldtölva í skólastarfi. Allir ráðstefnugestir fengu iPad þar sem dagskráin var á rafrænu formi og gátu skrifað hjá sér minnispunkta og tekið virkan þátt í fyrirlestrunum með því að nota öpp og skoðað vefsíður.

Fyrirlesararnir voru flestir starfandi kennarar í grunnskólum á Norðurlöndunum þar sem þeir deildu reynslu sinni af notkun iPada í skólastarfi. Þeir töluðu m.a. um að í flestum tilvikum þyrfti ekki að kenna nemendum að vera skapandi heldur að LEYFA þeim að vera skapandi og að með spjaldtölvum þá geta nemendur deilt verkefnum án þess að vera miðpunktur athyglinnar og byggt þannig upp sjálfstraust.

Einnig kom fram að kennarar verða að nýta tækin og tæknina í kennslu því þeir eru kennarar. Ekki í boði fyrir kennara að segja nei við tækninni frekar en að segja nei við að kenna stærðfræði.

Að lokum er hér hlekkur á frásagnir kennara í ýmsum skólum og það er aldrei að vita að sögur úr Kópavogi eigi eftir að birtast þar.Þetta vefsvæði byggir á Eplica