Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Fundur fulltrúaráðs SamKóp

Stjórnarmenn foreldrafélaga hittast og ræða saman

7.3.2016

Á dögunum var haldinn fjölmennur fundur fulltrúaráðs SamKóp í Hörðuvallaskóla. Fulltrúaráðið skipa þeir foreldrar sem sitja í stjórn foreldrafélags í sínum skóla. Meðal þess sem var til umræðu á fundinum var innleiðing spjaldtölva. Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri flutti stutt ávarp og kallaði eftir óskum foreldra um það með hvaða hætti foreldrar vildu sjá skólastarf í Kópavogi breytast og batna með tilkomu spjaldtölvanna. Verkefnastjóra hafa nú verið afhentar niðurstöður fundarins og er ánægjulegt að segja frá því að sumt sem þar kemur fram er þegar farið að verða að veruleika. Þetta vefsvæði byggir á Eplica