Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Hugað að líkamsbeitingu nemenda

Samræmdu prófunum fylgja langar setur með spjaldtölvuna

16.9.2016

Nú styttist í að samræmd próf verði lögð fyrir fjórða og sjöunda bekk í grunnskólum landsins. Í Kópavogi munu langflestir nemendur nota spjaldtölvur í þessum prófum. Af því tilefni hefur Kópavogsbær látið útbúa veggspjöld með nokkrum heilræðum til nemenda varðandi líkamsbeitingu meðan unnið er í spjaldtölvunni. Að sjálfsögðu eiga þessi heilræði við á öllum tímum en nú þegar samræmdu prófin eru rafræn í fyrsta sinn þótti mikilvægt að koma ábendingunum á framfæri. Veggspjaldið er unnið af kennsluráðgjöfum bæjarins í samstarfi við Kristjönu Ólafsdóttur iðjuþjálfa. Veggspjöldin verða sett upp á vinnusvæðum nemenda í öllum skólum í næstu viku.
Hægt er að sækja veggspjaldið með að smella á þennan tengil:  verumsnjollÞetta vefsvæði byggir á Eplica