Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Leiðbeiningar til foreldra - að gefa nemanda app

Einföld leið þar sem ekki þarf að setja kortanúmer inn í spjaldtölvu nemandans

27.4.2017

Fáein tilvik hafa komið upp á þessu skólaári þar sem foreldri hefur gefið nemanda app í spjaldtölvuna en gleymt að taka kortanúmer aftur út að því loknu. Þetta getur haft í för með sér óvæntar færslur á kortið og þótt hægt sé að bakfæra greiðslurnar hefur þetta í sumum tilfellum valdið truflun á notkun nemandans á spjaldtölvunni, þegar korti hefur verið lokað.
Ef foreldrar og forráðamenn vilja gefa nemanda app til að nota í spjaldtölvunni er það að sjálfsögðu velkomið. Öruggasta leiðin til að gera þetta er að foreldri eða forráðamaður eigi sitt eigið Apple-auðkenni (AppleID) og sendi nemandanum appið sem gjöf. Þá þarf aldrei að setja kortanúmer inn í spjaldtölvu nemandans.
Leiðbeiningar um þetta má finna hér á upplýsingavefnum undir flipanum Leiðbeiningar, eða með því að smella hér:  /media/leidbeiningar/Gefa-app-ur-iTunes.pdfÞetta vefsvæði byggir á Eplica