Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Mælikvarðar og árangursviðmið

Um markmið spjaldtölvuinnleiðingar og hvernig þau verða metin

15.3.2016


Markmið spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi eru margþætt. Þau snúa að inntaki og framkvæmd kennslu, að viðhorfum nemenda, kennara og foreldra til skólastarfsins, að frammistöðu og árangri nemenda og þannig mætti áfram telja. Enginn einn mælikvarði nær yfir öll þessi markmið og ávallt er mikilvægt að hafa hugfast að breytingar, sem ætlað er að stuðla að framförum í skólastarfi, skila ekki endilega uppsveiflu ef mælingar taka mið af óbreyttum áherslum. 

Skólapúlsinn er mælitæki sem notast hefur verið við um árabil og hefur því þann kost að hægt er að bera saman niðurstöður fyrir og eftir innleiðingu. Könnun þessi er lögð árlega fyrir nemendur í 6. - 10. bekk en annað hvert ár fyrir foreldra og starfsfólk. Niðurstöður Skólapúlsins má nýta til að lesa í líðan og ánægju nemenda í skóla, hvort námið vekji áhuga þeirra og verkefni séu við hæfi og þar fram eftir götunum. Einnig má sjá hvort foreldrum finnist námsvinnan hæfilega krefjandi og hvort skólinn mæti þörfum barnsins. 

Samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir árlega og gefa upplýsingar um stöðu nemenda í íslensku og stærðfræði. Varasamt getur verið að einblína á meðaleinkunnin árganga en á hinn bóginn má nýta niðurstöður prófanna til að meta námsframfarir nemendahópa milli ára. 

Sérsniðnar kannanir verða einnig lagðar fyrir nemendur, foreldra og kennara til þess að meta áhrif spjaldtölvuinnleiðingarinnar á ýmsa þætti er varða skólastarf, nám og kennslu. Þetta vefsvæði byggir á Eplica