Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Námskeið fyrir foreldra

iPad-námskeið á vegum Skema í grunnskólum Kópavogs

23.2.2016

Foreldrum þeirra nemenda sem hafa fengið afhentar spjaldtölvur bjóðast nú ókeypis námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi notkun tækjanna í námi og kennslu. Foreldrar koma með tæki barnsins með sér á námskeiðið og kynnast því hvernig tækið virkar, hvernig það er notað í námi og hvernig foreldrar geta stutt við að tækið sé notað á réttan og ábyrgan hátt. Námskeiðin eru foreldrum að kostnaðarlausu en fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 20 á hverju námskeiði. Hægt er að sjá tímasetningar námskeiðanna í viðburðadagatali hér á spjaldtolvur.kopavogur.is Þetta vefsvæði byggir á Eplica