Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um kaup á spjaldtölvum

Foreldrum barna í 5.-6. bekk býðst að eignast spjaldtölvur á þremur árum

9.11.2016

Eins og í öðrum árgöngum býðst foreldrum nemenda í fimmta og sjötta bekk að kaupa spjaldtölvur sem nemendur hafa fengið afhentar. Kaupverðinu er stillt í hóf og er það 27.000 kr. eins og fyrr. Sótt er um kaupin á Íbúagáttinni á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is og er kaupverðið greitt með jöfnum mánaðarlegum greiðslum frá næstu mánaðamótum eftir að umsókn er samþykkt. Kaupsamningar renna út 1. maí 2019 en þá mun hafa skýrst með hvaða hætti spjaldtölvukostur verður endurnýjaður í skólum.Spjaldtölvurnar eru skilgreindar sem eign Kópavogsbæjar þar til lokagreiðsla hefur verið borguð, en þannig er tryggt að tjón sem spjaldtölva kann að verða fyrir lendi ekki á  foreldrum. Enn fremur er þannig tryggt að hægt sé að framfylgja reglum og skilmálum um notkun spjaldtölvanna í skóla.Þetta vefsvæði byggir á Eplica