Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Velheppnuð heimsókn til Odder á Jótlandi

16.11.2015

Dagana 27. - 30. október síðastliðinn fór um þrjátíu manna hópur frá Kópavogi í skólaheimsóknir til Odder í Danmörku. Ferðin var hluti af innleiðingarferlinu í Kópavogi, það er ferlinu til breyttra kennsluhátta í grunnskólum Kópavogs og var fjármögnuð með styrk frá Erasmus+. Í hópnum voru meðal annarra fulltrúar frá menntasviði bæjarins, skólastjórnendur og kennarar úr leiðtogateymum skólanna. Fyrir um fjórum árum hófst innleiðing breyttra kennsluhátta með innleiðingu iPad spjaldtölva í skólastarfi í Odder og því mátti ætla að þar væri heilmikil reynsla komin á ferlið. Heimsóttir voru þrír grunnskólar sem allir höfðu sína sérstöðuna. Skólarnir voru því eins fjölbreyttir og þeir voru margir. Ferðin var hin ánægjulegasta og mjög upplýsandi. Af fjölmörgu er að taka en hæst ber staðfesta á að breyting kennsluhátta sem fylgir innleiðingu spjaldtölva hefur leitt skólastarfið áfram og enginn vilji er til að fara til baka. Ástæðurnar eru fjölmargar en helst ber að nefna þá valdeflingu nemenda sem fylgir tækinu. Nemendur verða virkari í náminu, þeim standa til boða fjölbreyttari leiðir til náms og þeir eru fljótari að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim.Þetta vefsvæði byggir á Eplica