Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Fréttir

Verkefnahefti um stafræna borgaravitund

Verkefni ætluð nemendum á mið- og unglingastigi

10.3.2017

Frá því að innleiðing spjaldtölva hófst í Kópavogi hafa kennarar reglulega fengið send verkefni um stafræna borgaravitund sem kennsluráðgjafar í upplýsingatækni hafa samið og útfært.Ljóst er að það er mikilvægt að nemendur hljóti sem mesta og besta fræðslu um rétta og ábyrga notkun stafrænnar tækni. Nú hafa þessi verkefni verið tekin saman í eitt rit sem nálgast má hér á upplýsingavef spjaldtölvuverkefnisins undir flipanum "Leiðbeiningar" - og má geta þess að kennurum utan sem innan Kópavogs er frjálst að endurskoða, breyta, staðfæra og aðlaga þessi verkefni eftir þörfum og hentugleika.Þetta vefsvæði byggir á Eplica