Sími 441 2360

spjaldtolvur@kopavogur.is

Úthlutunaráætlun

Úthlutunaráætlun

Fyrstu tækin verða afhent í byrjun skólaárs 2015-16 og verða það nemendur í 8. og 9. bekk sem munu fá tæki til einkaafnota. Um leið munu allir skólar fá úthlutað nokkrum fjölda lánstækja sem hægt er að nota í öðrum árgöngum. 
Skólar verða einnig hvattir til að bjóða nemendum sem eiga snjalltæki að nýta þau í námi og því má segja að allir nemendur á mið- og unglingastigi muni geta byrjað að nýta sér snjalltækni strax í upphafi næsta skólaárs. 

Rannsóknir hafa sýnt að það tekur tíma fyrir námslegan ávinning að skila sér og því var ekki talið hyggilegt að úthluta tækjum til einkanota til nemenda í tíunda bekk. Þeir munu þó sem áður segir geta nýtt sér tæknina að einhverju leyti. 

Næsta skref úthlutunar verður í ársbyrjun 2016 en þá er gert ráð fyrir að nemendur í 6. og 7. bekk fái afhent tæki til einkanota.Í byrjun skólaársins 2016-17 verður svo tveimur árgöngum bætt við, þegar nemendur sem þá verða í 5. og 6. bekk fá afhent tæki til einkanota.Þetta vefsvæði byggir á Eplica