Bekkjarsáttmáli spurningar

Hver hópur ræðir saman um spurningarnar hér fyrir neðan og hópstjóri skrifar niður tillögur hópsins.

1. Myndatökur og myndbirtingar

Nemandi getur notað spjaldtölvuna til að taka myndir af kennara eða öðrum nemendum og birt hana á netinu.

 • Hvað finnst okkur um það?
 • Hvaða reglu viljum við hafa um það í okkar bekk?

2. Spjaldtölvur og afþreying

Nemandi mun geta sótt sér öpp að eigin vali og sett upp í spjaldtölvunni, þar með talið ýmsa leiki.

 • Hvað finnst okkur um það?
 • Hvaða reglu viljum við hafa um það í okkar bekk?

3. Virðing fyrir tækjum

Nemandi getur breytt stillingum í spjaldtölvu annars nemanda ef hún er ólæst.

Spjaldtölva getur skemmst ef ekki er farið vel með hana.

 • Hvað finnst okkur um það?
 • Hvaða reglu viljum við hafa um það í okkar bekk?

4. Tími í tölvunni

Sumir nemendur geta átt erfitt með að stjórna því hve miklum tíma þeir eyða í tölvunni.

 • Hvað finnst okkur um það?
 • Hvaða reglu viljum við hafa um það í okkar bekk?

5. Notkun í kennslustund

Kennari ræður hvenær spjaldtölvan er notuð í kennslustund og hvaða öpp eru notuð.

 • Hvað finnst okkur um það?
 • Hvaða reglu viljum við hafa um það í okkar bekk?

6. Notkun heima

Foreldrar og forráðamenn ráða því hvernig spjaldtölvan er notuð í frítímanum heima.

 • Hvað finnst okkur um það?
 • Hvaða reglu viljum við hafa um það í okkar bekk?

Uppfært í júní 2019