Hér eru ýmsar bjargir sem tengjast fjarnámi
Fjarfundir
Til þess að halda fjarfund er best að nota Google Meet sem er eitt af Google verkfærum sem öllum nemendum og kennurum í Kópavogi stendur til boða. Hér eru nokkrar góðar ástæður til að nota Google Meet fyrir skóla og hér eru leiðbeiningar hvernig setja má upp fjarfund.
Hér eru leiðbeiningar og góð ráð varðandi undirbúning og þátttöku á fjarfundum, bæði almennar og fyrir fundarstjóra. (PDF útgáfa)
Kennslumyndbönd
Gerð kennslumyndbanda
Til þess að búa til sitt eigið kennslumyndband er best að nota iMovie í spjaldtölvunni. Hér eru leiðbeiningar á íslensku um notkun á iMovie og hér eru leiðbeiningar hvernig hægt er að taka upp skjáinn í spjaldtölvunni. Explain Everything er líka app sem hentar vel í myndbandagerð.
Í borð- og fartölvum er einnig einfalt að taka upp með Screencastify sem er viðbót (Extension) í Chrome vafranum. Fínar leiðbeiningar um það hér.
Fyrir þá kennara sem vilja gera grípandi myndbönd frá grunni eru margir möguleikar í boði en þeir kosta allir eitthvað. Hér er yfirlit yfir nokkra þeirra.
Í verklegri kennslu skiptir skiptir staðsetning myndavélar og sjónarhorn máli sem Sigurður Fjalar fjallar um hér.
Kennslumyndbönd annarra
Gauti Eiríksson hefur gert mörg hundruð kennslumyndbönd sem henta nemendum og hérna eru kennslumyndbönd í náttúrufræði.
Á vefnum Snjallkennsla.is eru kennslumyndbönd um Google umhverfið ásamt rafrænum verkefnum, Seesaw og margt fleira.
Á vef Giljaskóla eru kennslumyndbönd sem byggð eru á Skala stærðfræðibókunum sem kenndar eru á unglingastigi.
Kennsluforrit
Allir kennarar og allir nemendur í 5.-10. bekk hafa aðgang að öllum Google verkfærunum. Hér eru grunnupplýsingar um Google og hér eru svo nánari leiðbeiningar um Drive, Classroom og margt fleira.
Margir skólar eru einnig að nota Seesaw sem hentar mjög vel í öllu fjarnámi.
Heimalestur í spjaldtölvu með smáforritunum Shadow Puppet og Seesaw Class.
Hér er umfjöllun um nokkur kennsluforrit og vefir sem nýtast vel í fjarnámi.
Hér er listi með öppum sem hægt er að nota í fjarnámi.
Kennsluhugmyndir fyrir fjarnám
Bloggsíður og YouTube rásir
Margir kennarar halda úti bloggsíðum um tækni í skólastarfi og þær má finna á vefnum okkar hér.
Innlendir og erlendir kennarar eru líka með youtube-rásir um tækni í skólastarfi og hér er smá samantekt á þeim.
Fjarnámsvefir grunnskóla í Kópavogi
Fjarkennsla og heimanám í Álfhólsskóla
Hugmyndabankar
Ingvi Hrannar bjó til hugmyndabanka yfir verkefni sem nemendur geta unnið með eða án tækni. Öllum er heimilt að setja inn efni í bankann og nýta það sem aðrir kennarar hafa sett inn. Hér er eitt dæmi um verkefni sem er dagbókarverkefni frá Norðlingaskóla.
Ingvi bjó einnig til vinnuskjal með hæfniviðmiðum sem kennarar geta aðlagað að sinni kennslu.
Hér eru svo 100 náms- og kennsluhugmyndir í Seesaw.
Samskipti og virkni
Nokkur góð ráð um samskipti og virkni í fjarnámi.
Skipulag fjarnáms
Rafbók um nokkur hagnýt atriði sem gott er að hafa í huga þegar fjarnám er skipulagt. Bókin er hér á pdf-formi og hér á rabókarformi (epub) sem hægt er að flytja í Books í spjaldtölvunni.
Blönduð kennsla með Google Sites og Meet. Skipulag frá Árskóla.
Veggspjöld
Fjarnám kennarar Hagnýt ráð fyrir kennara sem gott er að hafa í huga í fjarnámi.
Fjarnám nemendur Hagnýt ráð fyrir nemendur sem gott er að hafa í huga í fjarnámi.
Fjarnám foreldrar Hagnýt ráð fyrir foreldra sem gott er að hafa í huga í fjarnámi.
Vendikennsla
Vendikennsla (e. flipped classroom) er kennsluaðferð þar sem hinni klassísku kennsluaðferð þar sem kennarinn heldur fyrirlestur er snúið við þannig að nemendur skoða fyrirlesturinn heima og mæta í tíma til að vinna að verkefnum og komast dýpra í efnið.
Nánari upplýsingar á vef kennslumiðstöðvar HÍ og vef Keilis.
Á síðunni Námsefni á þessum vef má finna safn gagnlegra vefja og YouTube rása.
Heilsa og samvera
Barnvænar upplýsingar um COVID-19 og afþreyingarefni á ýmsum tungumálum.
Heimaveran Safn hugmynda um skemmtilega og fræðandi hluti sem hægt er að gera heima.
Hugmyndir fyrir heimilin Ýmsar hugmyndir tengdar upplýsingatækni sem hægt er að dunda heimavið.
Innihaldsríkt fjölskyldulíf Ýmsar hugmyndir um samveru inni og úti eru teknar saman af foreldrum í Laugarneshverfi.
Leikjavefurinn Safn leikja til að nota í skólastarfi en margir þeirra henta líka heima.
Netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri í Kópavogi.
Hugum að heilsunni í samkomubanni. Stutt myndband frá Starfsmennt.
Svefnvenjur – góð ráð
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að fá nægan og góðan svefn og hér eru upplýsingar um svefn og hvíld á Heilsuveru.
Gátlistar
Gátlistarnir eru hugsaðir sem tímabundnir verkefnalistar til stuðnings starfsfólki grunnskóla Kópavogs vegna fjarnámsáætlana og viðbragða í breyttu skólastarfi vegna C19. Gátlistarnir eru gefnir út í númeraröð.
Gátlisti 1 fyrir kennara vegna fjarnáms
Gátlisti 1 fyrir List- og verkgreinakennara og íþróttakennara vegna fjarnáms
Gátlisti 1 – fyrir náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum
Gátlisti 1 fyrir sérkennara, nýbúakennara, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa vegna fjarnáms
Gátlisti 1 fyrir tölvuumsjónarmenn vegna fjarnáms
Gátlisti fyrir foreldra / forráðamenn nemenda í grunnskólum Kópavogs
Gátlisti 2 fyrir kennara vegna fjarkennslu og heimanáms
Gátlisti 3 – fyrir ALLA kennara vegna fjarnáms
Gátlisti 4 – fyrir alla kennara vegna fjarnáms
Gátlisti 5 – fyrir ALLA kennara vegna fjarnáms
Gátlisti – kennarar nemenda með íslensku sem annað mál
Íslenska sem annað mál í heimanámi – Almennar ráðleggingar
Að læra íslensku í heimanámi – ráðleggingar fyrir nemendur
- Aprender islandês em casa – conselhos para os alunos
- Learning Icelandic at home – advice for students
- Nauka języka islandzkiego w domu – rady dla uczniów
- Pag-aaral ng wikang Icelandic sa bahay – Payo para sa mga mag-aaral