Maí 2018
Í vetur hafa unglingar úr grunnskólum Kópavogs unnið við að hanna app til að kynna og njóta íslenskrar myndlistar. Ingibjörg Hannesdóttir kennari í Smáraskóla hefur leitt verkefnið en einnig hafa margir sérfræðingar komið að verkefninu. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og er unnið í samstarfi við Listasafn Íslands og Menntamálastofnun. Vonir standa til að appið verði tilbúið á næstu mánuðum en fyrstu prófanir fara fram í grunnskólum Kópavogs á næstu vikum.
Sjón er sögu ríkari en hér er stutt myndband sem segir nánar frá verkefninu.
Appmótun – Þróunarverkefni from SKE on Vimeo.