Hér má finna ýmiskonar öpp sem hægt er að nota í skólastarfi. Lærum

Þess ber að geta að breyttir kennsluhættir snúast aldrei um öppin og hvað þau gera. Breyttir kennsluhættir snúast fyrst og fremst um að nýta tæknina til að gera nám, menntun og kennslu merkingarbærari og fjölbreyttari. Öppin eru fyrst og fremst stuðningstæki eða vörður á þeirri leið. App sem slíkt er ekki forsenda breyttra kennsluhátta. Forsenda breyttra kennsluhátta er að kennarar komist úr fastmótaðri hugsun um kennsluhætti. Þegar sá árangur næst má gera róttækar breytingar. Breytingar sem í stuttu máli má greina í sex þrep. Þau eru: í fyrsta lagi upplifir kennarinn óljósan en vaxandi skilning varðandi notkun og möguleika, í öðru lagi á sér stað lærdómsferli, í þriðja lagi vex skilningur á möguleikum og notkun, í fjórða lagi vex þekking og sjálfstraust varðandi notkun, í fimmta lagi fer kennari að beita nýfenginni þekkingu undir breyttum kringumstæðum og nýjum viðfangsefnum og í sjötta og síðasta lagi fer kennarinn að fara nýjar slóðir með frumlegum og skapandi hætti.

Öpp eru í stuttu máli forrit. Orðið app er komið af enska orðinu application. App er í raun orð yfir ákveðin hóp smáforrita en þau eru alla jafna sótt í gegnum netið á Appstore.
App_Store_OS_X.svgSum öpp er hægt að sækja án kostnaðar meðan önnur ýmist fást frí en með takmörkuðum aðgangi (fullur aðgangur kostar) eða greiða þarf fyrir frá upphafi. Jafnframt er hægt að sækja öpp sem hægt er að prófa í ákveðinn tíma áður en þau læsast og krafist er greiðslu fyrir áframhaldandi notkun.

iPadinum fylgja nokkur öpp sem kosta ekkert en þau eru Pages, Numbers, Keynote, iMovie og GarageBand. Þeim er hægt að hlaða niður í Appstore.

Pages er ritvinnsluforrit líkt og Word.

Numbers er töflureiknir svipað og Excel.

Keynote er glærugerðarforrit svipað og Power Point.

iMovie er notað til að búa til myndbönd. Hægt að klippa, setja inn texta og tónlist.

GarageBand er notað til að búa til tónlist.

Apple for Education.

Allir grunnskólar í Kópavogi hafa aðgang að Google umhverfinu svo sem Drive og Classroom en nánar er fjallað um það í sérstökum kafla á síðunni Leiðbeiningar kennarar.

Eight Elements for Success. Bókin opnast bara í iPad og er um hvernig nýta má tækni í skólastarfi. Um bókina:

This book introduces eight elements that are the foundations for successfully creating technology-rich learning environments. They represent what we’ve learned from over 30 years of working with education leaders to envision, plan, implement, and evaluate environments that meet the needs and aspirations of their institutions.

While this book is not a planning guide, it does explain the importance of each element, and it will help you understand what it takes to be successful. Throughout the book, you’ll find interactive exercises, links to resources, and ways to contact your Apple education team to begin planning when you’re ready.