App Store er lokað hjá nemendum í Kópavogi vegna persónuverndar og geta þeir því ekki sótt öpp að eigin vali. Þess í stað er viðurkenndum öppum dreift til nemenda með umsýslukerfinu Jamf.


Ef kennari hefur áhuga á að nemendur fái app sem er í App Store en ekki í dreifingu í Jamf þá hefur hann samband við deildarstjóra í upplýsingatækni í sínum skóla.


Hér til hægri má sjá umfjöllun um margvísleg öpp og eru þau flokkuð eftir námsgreinum, aldri og hvort þau séu í dreifingu hjá nemendum í Kópavogi.


Uppfært í apríl 2024