Þessi vefur er öllum opinn og má nýta efni hans að vild svo framarlega sem getið er heimilda

Markmið með spjaldtölvuinnleiðingunni

Markmið spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi eru margþætt. Þau snúa að inntaki og framkvæmd kennslu, viðhorfum nemenda, kennara og foreldra til skólastarfsins, frammistöðu og árangri nemenda og þannig mætti áfram telja.

Einn-á-mann hugmyndafræðin

Þegar snjalltækni er innleidd í skólastarfi eru þrjár meginaðferðir algengastar. „Með eigin tæki“ (e. Bring your own device) byggir á því að nemendur noti þau snjalltæki sem þeir eiga fyrir og er þá ýmist notast við síma eða spjaldtölvur. Önnur leið er að skólar eigi bekkjarsett sem nemendur fá að láni til skemmri tíma eða í einstaka verkefni. „Einn-á-mann“ (e. One-to-one) er hins vegar sú leið sem skilar mestum árangri enda eru spjaldtölvur hugsaðar sem einstaklingstæki og hafa nýst vel til að stuðla að aukinni einstaklingsmiðun náms. Þessi nálgun krefst þess að hvert og eitt tæki sé notað af aðeins einum nemanda. Þannig geta nemendur sniðið notkun tækisins að sínum þörfum.

Spjaldtölvuteymið hefur gefið út tvö rit um hugmyndafræðina. Breyttir kennsluhættir í Kópavogi (2016) og Lykillinn (2017)

Rannsóknir

Árið 2010 setti Evrópusambandið sér stefnu til ársins 2020 til að bæta hagvöxt í ríkjum sambandsins. Menntun er einn af þeim þáttum sem eru hluti af þessari áætlun og í henni felst að það þurfi að gera grundvallar breytingar á menntun til að Evrópa geti verið samkeppnishæf og sigrast á efnahagslegum erfiðleikum. Nýsköpun í menntun og þjálfun er þar lykilatriði og er það mat helstu menntunarfræðinga og hagsmunaaðila að upplýsingatækni sé lykilþáttur til að ná settum markmiðum.

Með þetta að leiðarljósi gerði Evrópska skólanetið European Schoolnet ítarlega skoðun á 31 innleiðingarstefnu í 19 Evrópulöndum þar sem 1:1 kennsluhættir (ein tölva á hvern nemanda) í 47 þúsund skólum voru skoðaðir sérstaklega og gefin út skýrsla í kjölfarið.

Einnig var gefinn út handhægur bæklingur um hvernig best sé að standa að innleiðingu á 1:1 kennsluháttum sem við í Kópavogi höfum m.a. haft að leiðarljósi.

Hér eru fleiri rannsóknir sem sýna hvernig spjaldtölvur bæta skólastarf.

Persónuvernd

Kópavogsbær og undirstofnanir leggja ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar einstaklinga, tryggja áreiðanleika þeirra, trúnað og öryggi við vinnslu. Sjá nánar hér.

Viðmið um myndbirtingar á heimasíðum grunn- og leikskóla

Myndatökur og myndbirtingar – drög

Reglur um notkun skýjalausna -Kópavogsbær


Starfsmenn

Verkefnastjóri í upplýsingatækni

Bergþóra Þórhallsdóttir beggath@kopavogur.is

Kennsluráðgjafi

Kristín Björk Gunnarsdóttir kristinb@kopavogur.is

Kennsluráðgjafi

Sigurður Haukur Gíslason sighauk@kopavogur.is

Tæknistjóri

Garðar Þór Ingvarsson gardar@kopavogur.is