Falskar fréttir eða Falsfréttir er hugtak sem er oft notað um efni sem hefur á sér yfirbragð fréttar en er að hluta eða í heild uppspuni. Tilgangurinn getur verið að græða peninga, svindla á fólki, hafa áhrif á pólitískar skoðanir eða skapa ósætti í samfélaginu.
Oft er röngum og misvísandi upplýsingum dreift af ásetningi og því er mikilvægt fyrir nemendur að þekkja hvernig greina má falskar fréttir og hvað skal gera í framhaldi.
Hér fyrir neðan eru nánari útskýringar á því hvað falskar fréttir eru og svo eru tenglar á efni sem kennarar geta nýtt til að vinna með nemendum. Þetta eru ekki útfærðar kennsluáætlanir heldur einungis til að gefa kennurum hugmyndir.
Hvað eru falskar fréttir og af hverju breiðast þær svona hratt út?
Því miður þá eru falskar fréttir hluti af því sem fer á netið. Ástæðurnar geta verið margar:
- til að fá fólk til að smella á fréttirnar til að auka auglýsingatekjur
- til að skemmta fólki (grín og brandarar)
- til að plata fólk
- til að hafa áhrif á skoðanir fólks
Af hverju eru falskar fréttir slæmar?
- Þær geta fengi fólk til að gera slæma hluti (ofbeldi eða særa fólk)
- Þær geta fengið fólk til að styðja slæman málstað eins og kynþáttahatur (rasisma/kynþáttahatur)
- Þær geta fengið fólk til að kjósa fólk og flokka sem er í raun andstætt þeirra hagsmunum
Hvernig þekkir maður falskar fréttir?
- Nota gagnrýna hugsun. Ef fréttin virðist vera ótrúleg þá er hún það líklega.
- Vekur fréttin upp mikla tilfinningar eins og reiði?
- Ef grein er minna en 100 orð um alvarleg málefni er ástæða til að efast um réttmæti.
- Sannreyna það sem er í fréttinni með því að gúggla það sem sagt er.
- Falskar fréttir eru oft einhliða.
- Er vitnað í heimildir eða heimildarmenn?
- Hvert er veffangið (URL)? Er það traustvekjandi?
- Skoðaðu myndirnar vel, eru þær kannski stolnar eða fótósjoppaðar?
- Er dagsetning á fréttinni?
Hvað getur þú gert?
- Ekki deila fölskum fréttum.
- Hægt að tilkynna þær til Facebook eða Twitter ef þær eru þar.
- Þú getur rætt þetta við aðra og bent þeim ef þú veist að fréttir eru falsaðar.
- Ef þú sérð einhvern sem þú þekkir sem er að deila fölskum fréttum þá láttu hann vita.
Foreldrar spyrja börn sín:
- Hvað hefur þú skoðað á netinu í dag?
- Af hverju smelltir þú á það?
Kveikjur
Hér fyrir neðan er gott myndband um falska múslimafrétt í Svíþjóð sem hægt er að nota sem kveikju með nemendum. Í fréttinni var sagt að yfirvöld í Svíþjóð hefðu bannað jólaljós til að ergja ekki múslima. Sú frétt var uppspuni frá rótum.
Hér eru fleiri hugmyndir að kveikjum.
Falskar fréttir útskýrðar og flokkaðar
Hér eru útskýringar, bæði með myndbandi og texta, á því hvað falskar fréttir eru og svo tekin nokkur mismunandi dæmi svo sem smellibeitur (Clickbait), áróður og skrumskælingu.
Rannsóknir sýna að nemendur virðast ekki þekkja falskar fréttir svo það er full ástæða til að kenna þeim að þekkja þær.
Fleiri kennsluhugmyndir hér hvernig hægt er að vinna með þessa þætti.
Verkefni fyrir nemendur
All About Explorers er vefur með verkefnum sem hópur kennara bjó til til að kenna miðlalæsi. Hér er t.d. eitt verkefni um Kristófer Kólumbus með fullyrðingum sem eru bæði sannar og ósannar um ævi hans og störf.
Fjölmiðlanefnd er hér með gátlista og gagnvirkt próf um rangfærslur og falsfréttir og hér er sjálfspróf á ensku til að meta og þjálfa hæfileika til að greina hvort fréttir séu sannar eða ekki.
Facebook leikir
Hver þekkir ekki Facebook-leikina sem fara um eins og eldur í sinu? Oftar en ekki er tilgangur þeirra að ná í upplýsingar um notendur eins og þessi leikur hér er dæmi um.
Myndir
Myndir segja meira en þúsund orð en þær geta verið jafn falskar og rituð orð. Hér fyrir neðan er mynd sem upphaflega var gerð sem aprílgabb en fór svo í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sem sannleikur. Þetta er tómt plat ein og rakið er hér.
Fréttamyndir
Hér eru dæmi hvernig fréttaljósmyndir eru falsaðar eða settar í annað samhengi.
Greta Thunberg hefur verið í sviðsljósinu síðustu árin og hér er orð eignuð henni þar sem hún biður Kínverja að hætta að nota matarprjóna til að bjarga trjám.
Þetta er tómur uppspuni eins og rakið er hér.
Uppruni mynda og myndbanda
Hér eru leiðbeiningar frá Google um leitarvél sem rekur uppruna ljósmynda og finnur svipaðar myndir.
Hér er svo verkfæri til að greina upphleðslusögu youtube myndbanda.
Logið með tölfræði
Tölfræði er stundum notuð til að afvegaleiða fólk og hér er fylgni sett fram á skemmtilegan hátt með því að tengja saman óskilda hluti. Fylgni er ekki það sama og orsakasamhengi.
Síður sem greina falskar fréttir
- FactCheck.org – A Project of The Annenberg Public Policy Center
- PolitiFact
- Snopes.com – The definitive fact-checking site and reference source for urban legends, folklore, myths, rumors, and misinformation.
- Truth or Fiction? – Seeking truth, exposing fiction
Ítarefni
- 5 Excellent Video Tutorials to Teach Students about Online Safety
- False stories travel way faster than the truth
- List of fake news websites
- Lögreglan varar við fjárkúgunartilraunum
- The Parent & Educator Guide to Media Literacy & Fake News
- Tölvuþrjótar stela myndum Íslendinga | RÚV
- Safn vefslóða tengdum fölskum fréttum
Uppfært í júní 2021