Ráðstefnan UTís var haldin í Árskóla á Sauðárkróki á dögunum og sóttu hana á níunda tug kennara og fagfólks. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er notkun upplýsingatækni í skólastarfi og má segja að þarna hafi verið samankomnir helstu boðberar tækninnar í námi og kennslu. Tíu manna hópur frá Kópavogi var með að þessu sinni, kennsluráðgjafar, kennarar, tölvuumsjónarmenn og fleiri. Á ráðstefnunni mátti fræðast um notkun sýndarveruleika, möguleika forritunar í kennslu, spjaldtölvur í skapandi verkefnum og margt fleira. Dagskráin skiptist í vinnustofur, menntabúðir og hópvinnu og er óhætt að segja að allir hafi orðið margs vísari.
Þegar heim var komið var lærdómnum þó ekki lokið nema síður sé því #menntaspjall sunnudagsins var helgað ráðstefnunni og komu þátttakendur þá saman á Twitter og tóku saman það helsta sem upp úr hafði staðið, hvað mætti gera betur og hvert skyldi stefna.
Samantektina má finna hér.