Jörð í hættu!?

      Slökkt á athugasemdum við Jörð í hættu!?

Jörð í hættu

Jörð í hættu!? er nemendastýrt þemaverkefni sem samþættir náttúru- og samfélagsgreinar og er megináhersla lögð á sjálfbæra þróun, umhverfismennt og loftlagsmál. Mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, vísindalegri aðferð og fjölbreyttum leiðum við kynningu verkefna. Verkefnið er þverfaglegt og tekur mið af hæfniviðmiðum og lykilhæfni Aðalnámskrár frá 2011 sem er byggð á grunnhugmyndum um menntun á 21. öldinni.