Logi Guðmundsson ráðinn tæknistjóri spjaldtölvuverkefnisins

Logi Guðmundsson var í dag ráðinn tæknistjóri spjaldtölvuverkefnisins og hefur hann störf 1. apríl næstkomandi. Logi hefur starfað síðustu ár í Salaskóla sem kennari og tölvuumsjónarmaður og þekkir því vel til spjaldtölvuinnleiðingarinnar.

Það er mikill fengur fyrir verkefnið að fá Loga til starfa og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Logi Guðmundsson (vinstra megin) skrifar undir ráðningasamning. Með honum á myndinni er Ingimar Þór Friðriksson forstöðumaður upplýsingatæknideildar.