Miðlalæsi – Vefsíður

Hugtakið upplýsinga- og miðlalæsi má skilgreina, sem getuna til að greina hvaða upplýsinga er þörf, leita að þeim, leggja á þær gagnrýnið mat, og auka þannig þekkingu sína og nýta með ýmsum miðlum til að ná tilteknu markmiði. (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 224)

Öppin: 

Í þessu verkefni er notast við Padlet í umræðuhlutanum, þar sem nemendur kynnast ólíkum gerðum vefsíðna. Kennari getur notast við veggspjald um vefsíður sem bakgrunn á Padlet– veggnum og nemendur setja athugasemdir sínar á vegginn. Síðari hluti verkefnisins er spurningakeppni þar sem til dæmis má notast við Kahoot

Markmið: 

•Að nemendur átti sig á því að vefsíður eru af ýmsum toga og þjóna mismunandi tilgangi. 

•Að nemendur þjálfist í því að leggja mat á upplýsingar sem finna má á netinu. 

Verkefnið: 

Kennari og nemendur skoða saman veggspjald um vefsíður sem útbúið hefur verið af kennsluráðgjöfum. Tilvalið er að nota veggspjaldið sem bakgrunn á Padlet-vegg og geta nemendur þá til dæmis sett inn á vegginn athugasemdir þar sem þeir nefna dæmi um þær gerðir vefsíðna sem um ræðir. Síðari hluti verkefnisins er Kahoot-spurningaleikur. Kennari getur notast við þennan leik.

Leikinn má einnig finna í leitarglugganum „Find Kahoots“ undir heitinu Vefsíður. 

Ef kennari kýs heldur að búa til sinn eigin leik er það að sjálfsögðu einnig vel til fundið.


Uppfært í júní 2021