Nemendur í viðburða- og verkefnastjórnun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóðu fyrir málþingi föstudaginn 17.mars um netnotkun unglinga. Spjaldtölvuverkefnið sendi sinn fulltrúa á málþingið og hér eru nokkrir punktar sem honum fannst áhugaverðir.
Eftir að Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands hafði ávarpað þingið var Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur fyrstur á svið og erindi hans hét Unglingar og netið. Óli Örn er einnig forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Fönix í Salaskóla.
· Stefnumótaappið Yellow (Opnast í nýjum vafraglugga) kom og fór. Kannski vegna þess að unglingarnir hafa ekki tíma til að sinna svona stórum einstökum miðli.
· Myndir af typpum fara ekki í dreifingu en nektarmyndir af stelpum dreifast mjög hratt.
· Mikið klám sem hægt er að komast í á Instagram á neti Kópavogsbæjar.
· Verðum að fræða betur börn á miðstigi um hvernig æskilegt er að haga sér á netinu.
· Algent viðhorf er að „dömpum“ þessu á kennarana og foreldrar eru úti á túni á sama tíma.
Sigríður Sigurjónsdóttir frá SAFT var með næsta erindi. Hún fór yfir helstu skilgreiningar á „Sexting“ sem helst í hendur við snjalltækjanotkun. Í stuttu máli er sexting kynferðislegt efni sem sýnir nekt eða hefur ögrandi kynferðislegan undirtón. Strákar og stelpur jafn líkleg til að stunda sexting og segja má að sexting sé nýtt form á ástarbréfum. Fólk hefur skipst á erótískum skilaboðum í gegnum aldirnar.
Afleiðingar sexting geta verið hrelliklám (stafrænt kynferðisofbeldi) þar sem nektarmyndum er deilt á netinu án samþykkis þess sem er á myndinni og einelti ef myndirnar fara í dreifingu í skóla barns.
Eftir Sigríði kom Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, framhaldsskólakennari og fjallaði um netfíkn. Þorsteinn sagðist sjálfur vera tölvufíkill. Helstu einkenni tölvufíknar hjá unglingum eru:
· Mest allur tími utan skóla er notaður í tölvur
· Mikil þreyta á skólatíma
· Einkunnir lækka
· Logið til um tölvunotkun
· Tölvur teknar fram yfir vini, fjölskyldu og áhugamál
· Skapstyggari án tölvunnar (ofbeldi)
Hægt er að flokka netfíkn í nokkrar gerðir en áhöld um hvað er fíkn í netið og hvað er fíkn í það sem er gert á netinu. T.d. er netspilafíkn oft ekki netfíkn heldur spilafíkn. Flokkarnir sem Þorsteinn listaði upp eru:
· Netspilafíkn
· Kynlífsnetfíkn
· Sambandsfíkn
· Tölvupóstfíkn
· Verðbréfabrask
· Netuppboðsfíkn
· Upplýsingafíkn
· Leikjafíkn
Heildartími hefur ekkert með tölvufíkn að gera heldur hvaða áhrif notkunin hefur. Nánari upplýsingar má finna á http://tolvufikn.is/ (Opnast í nýjum vafraglugga)
Næsta erindi hét Leiðir til lausna sem Stefán Steinn Ólafsson frá Hugarafli hélt. Hann sagðist vera Netfíkill. Konan hans gafst upp á honum vegna netfíknar hans sem hann lýsir eins og annarri fíkn.
Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari hélt næsta erindi sem hét Hvernig nýta má tölvuleiki til náms? Hann lagði áherslu á að gera nemendur virkari í námi og honum til halds og trausts voru fimm unglingar úr Norðlingaskóla sem svöruðu spurningum úr sal. Ragnar Þór benti á að það væru margir leikir sem væru gagnlegir s.s. hasarleikir sem byggjast á snöggum viðbrögðum, fínhreyfingum og hraðri ákvarðanatöku. Einnig hlutverkaleikir þar sem notandinn er látinn í spor sögupersónu sem hann byggir upp eftir eigin höfði o.s.frv. Ragnar Þór segir að við leysum ekki vandamál varðandi tölvunotkun með tímatakmörkunum heldur bendir á nokkrar lykilspurningar sem komnar eru frá Blum og Livingstone, 2016 en Ingvi Hrannar fjallar nánar um þær hér: http://ingvihrannar.com/skjaloggurnar/(Opnast í nýjum vafraglugga)
Að síðustu fjallaði Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur um Jákvæða og örugga netnotkun. Hann mælti með að byrja strax með nemendur í 1. bekk með t.d. efni frá SAFT. Einnig að beina netnotkuninni í jákvæðan farveg með því t.d. að læra ýmislegt með hjálp youtube, gítar, golf og þess háttar og að spila uppbyggilega tölvuleiki. Hafþór taldi að unglingar betri netnotendur heldur en fullorðnir og benti á að rafrænan útivistartíma barna.