Rafsegulgeislun mæld í Kópavogsskóla Mælingin sýnir geislun langt undir viðmiðum

Miðvikudaginn 29. júní 2016 voru framkvæmdar rafsegulsviðsmælingar í kennslustofu í Kópavogsskóla. Í stofunni voru fimm virkir beinar ásamt 40 iPad spjaldtölvum sem allar voru að streyma myndefni af vefnum. Tilgangur mælingarinnar var að athuga hvort rafsegulgeislun vegna beinanna færi yfir þau viðmiðunarmörk sem sett eru af Alþjóða geislavarnaráðinu fyrir ójónandi geislun (ICNIRP 1998).
Viðmiðunargildi almennings fyrir rafsvið á tíðnibilinu 2 – 300 GHz eru 61 V/m (rafsviðsstyrkur) og 10 W/m2 (þéttleiki afls).
Allar mælingar gáfu niðurstöður langt undir viðmiðunarmörkum ICNIRP. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar mælingar sem Geislavarnir ríkisins hafa framkvæmt á þráðlausum beinum í víðsvegar hérlendis, þ.á.m. í leik- og grunnskólum í Kópavogi.

Rafsviðsstyrkur mældist hæstur 0.14 V/m og þéttleiki afls mældist hæstur 0.000084 Wm2.