Uppskeruhátíð spjaldtölvuverkefnisins 2018

Uppskeruhátíð spjaldtölvuverkefnis grunnskóla Kópavogs verður haldin í Salnum, Hamraborg, fimmtudaginn 12. apríl kl. 14:30-16:00

Fulltrúar nemenda úr öllum grunnskólum Kópavogs sýna og segja frá hvernig spjaldtölvan hefur komið að notum í námi og kennslu.

Viðburður sem áhugafólk um skólamál má ekki láta fram hjá sér fara!

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Aðgangur ókeypis en gestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig hér.

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á spjaldtolvur@kopavogur.is