Samfélagsmiðlar
Aldurstakmörk á samfélagsmiðlum eru 13 ára og hér í grunnskólunum Kópavogs virðum við þau. En við vitum samt að mörg börn eru yngri þegar þau stofna reikninga á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat og í lang flestum tilvikum er það með vitund og samþykki foreldra.

Í þeim tilvikum verða foreldrar að ræða við börn sín um kosti og galla samfélagsmiðlana og í framhaldi að passa að öryggisstillingar séu rétt stilltar þannig að ókunnugir sjái ekki það efni sem börnin setja inn.
Hér eru nánari upplýsingar fyrir foreldra (allt á ensku).
Parents’ Ultimate Guide to Instagram og líka NetAware – Instagram
Parents’ Ultimate Guide to Snapchat og líka NetAware – Snapchat
Parents’ Ultimate Guide to TikTok og líka NetAware – TikTok
Leikir
Í App Store eru öll öpp merkt með aldurstakmörkunum. Ef foreldri eða kennari er í vafa hvort appið sé við hæfi þá má einfaldlega smella á appið í App Store í spjaldtölvu nemandans og skoða aldurstakmarkanir og aðrar upplýsingar um appið eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
