Ábyrgð á tjóni

Spjaldtölvur sem nemendur nota í grunnskólum Kópavogs eru eign sveitarfélagsins. Nemendur eiga að fara varlega með spjaldtölvurnar og gæta þess að þær verði ekki fyrir tjóni.

Ef óhapp verður og spjaldtölva skemmist, bilar eða týnist er nemandanum úthlutað sambærilegri spjaldtölvu eins fljótt og hægt er svo ekki verði truflun á námi nemandans. Oftast fær nemandi þá spjaldtölvu sem annar notandi hefur skilað inn.

Allir nemendur hafa nú aðgang að geymslusvæði í Google skýinu til að vista myndir, skjöl og önnur gögn. Kópavogsbær tekur ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að vera í spjaldtölvu sem verður fyrir tjóni.

Hver gerir hvað?

Nemandi á tafarlaust að láta umsjónarkennarann sinn vita ef spjaldtölva verður fyrir tjóni eða týnist. Ef umsjónarkennari er ekki nálægur má tala við annan starfsmann skóla, sem sér þá um að láta umsjónarkennara vita. Ef spjaldtölva týnist aðstoðar tölvuumsjónarmaður nemandann við að virkja Find my iPad þjófavörnina.

Nemandi þarf að skrá sig út af iCloud aðgangi sínum í spjaldtölvunni áður en hún fer í skoðun. Það er gert með því að fara í Settings og velja notendanafnið uppi í vinstra horninu og skruna niður hægra megin og velja Sign Out og staðfesta með lykilorði. Sé spjaldtölvan svo illa skemmd að þetta sé ekki hægt þarf Apple-auðkenni og lykilorð að fylgja með þegar hún fer í skoðun.

Nemandi þarf einnig að gefa upp lykilnúmer (Passcode) spjaldtölvunnar.

Umsjónarkennari sendir foreldrum tölvupóst og lætur vita af tjóninu. Kennarinn kemur spjaldtölvunni í hendur á húsverði sem sér um að fara með hana í skoðun hjá tæknideild.

Foreldrar/forráðamenn tilkynna tjónið á Þjónustugáttinni á vef Kópavogsbæjar. Nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan. Gott er að nemandi taki þátt í þessu svo allar upplýsingar séu eins réttar og hægt er. Tilkynningin berst til tæknideildar og tölvuumsjónarmanns skóla.

Húsvörður sér um að koma spjaldtölvunni til tæknideildar í skoðun. Ef ekki er hægt að gera við spjaldtölvuna er annarri úthlutað til nemanda og sækir þá húsvörður hana til tæknideildar.

Tæknideild skoðar tjónið og ákveður hvort spjaldtölvan fari í viðgerð eða henni sé skipt út fyrir aðra. Tæknideild hefur samband við skóla þegar sækja á spjaldtölvuna.

Tölvuumsjónarmaður sér um að setja upp útskiptitækið fyrir nemandann og skrá það inn í Lightspeed kerfið.


Hvernig skráir foreldri eða forráðamaður tjónið?

Fara á vef bæjarins og velja Íbúar (eða beint í Þjónustugáttina hér)


Velja Þjónustugátt


Skrá sig inn með Íslykli


Velja Umsóknir


Velja Tilkynning um tjón á spjaldtölvu


Skráið allar upplýsingar


Velja Senda inn umsókn