Á þessari síðu eru bæklingar, handbækur, vefsíður og veggspjöld sem ætluð eru til að efla stafræna borgaravitund nemenda á yngsta stigi. Sambærileg síða fyrir eldri nemendur er hér.


Þrjár bækur frá SAFT

Tilgangur með lestrarbókunum er að kynna netið fyrir yngstu lestrarhópunum. Jafnframt er bókunum ætlað að vera leið fyrir foreldra og starfsfólk í leik- og grunnskólum til að fræða börn á einfaldan hátt um jákvæða og örugga netnotkun. Aftast í hverri bók eru leiðbeiningar fyrir foreldra/kennara um atriði sem varða netöryggi barna og hvernig nálgast megi umræðuna við börn um netið og góða netsiði.

Hrekklaus fer á netið er bók ætluð börnum í efsta árgangi leikskóla og í fyrsta bekk grunnskóla.

Bókin Leikurinn er ætluð börnum í öðrum bekk grunnskóla.

Afmælisveislan fyrir börn í þriðja bekk grunnskóla.


Ævintýri Emblu í Netbæ (5-6 ára)

Ykkur er boðið að slást í för með vinalega og klára tölvuhundinum Emblu og fjölskyldu hennar í ævintýraferð. Embla, Freyja “systir” hennar og afi þeirra og amma fara í gönguferð í fjölskyldugarðinn. Á leiðinni verða þau að yfirstíga nokkrar hindranir en með því að nota 1-2-3 regluna komast þau á áfangastað. Notast er við samlíkingar um umferðaöryggi og ábyrgð á gæludýrum.

Ævintýri kafteins Kjærnested á Nethafinu (7 til 9 ára)

Sláist í för með kafteini Kjærnested og Emblu tölvuhundi þegar þau sigla frá netbæ til Norðureyjar. Á leiðinni verða þau vör við sjóræningjaskip og hitta ókunnugt fólk á Norðurey sem vill nálgast persónulegar upplýsingar um Emblu og kafteininn. Þau þurfa að bregðast við leiðinlegum textaskilaboðum til Emblu frá kunningja hennar Rebba ref í Netbæ.


Foreldravísir

Námspakki um netöryggi sem ætlaður er fjölskyldum barna á aldrinum sex til tólf ára. Þetta er kennsluefni sem samið var í þeirri trú að nýjungar og framfarir í tækni ættu ekki að greina í sundur kynslóðir heldur sameina þær. Það er byggt á þekkingu og reynslu Insafe, neti þeirra aðila í Evrópu sem starfa að því að auka vitund fólks um netöryggi.


Fyrsti farsími barnanna okkar

Eru foreldrar vakandi fyrir hættum á netinu? Það er ýmislegt sem foreldrar geta gert til að vernda börn fyrir þessum hættum. Þessi bæklingur er unninn af SAFT og Símanum fyrir foreldra og börn í samstarfi við Medierådet í Danmörku.

Ung börn og snjalltæki

Handbók frá Heimili og skóla og SAFTum fyrstu kynni barna af snjalltækjum. Þau ættu að fara fram undir handleiðslu forráðamanna og/eða annarra fullorðinna.


Börn og miðlanotkun

Þessi handbók frá Heimili og skóla og SAFT er ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Í henni er fjallað um sjónarmið sem gott er að hafa í huga í tengslum við miðlanotkun barna og ungmenna.


Ábyrgð á netinu – ábyrgðarhringir

Kennsluáætlun frá SAFT og Heimili og skóla þar sem nemendur frá 4. bekk skoða hvað felst í því að vera ábyrgðarfullur bæði í samskiptum á netinu og í daglegu lífi.

Meira efni frá SAFT

10 netheilræði frá SAFT.

Bæklingur frá SAFT um tölvuleiki.

Veggspjald með netorðunum fimm frá SAFT.

Að tala við börn um klám – yngsta stig

Ráðleggingar Jafnréttisskóla Reykjavíkur til starfsmanna í skóla- og frístundastarfi og foreldra um hvernig hægt er að ræða klám við börn á yngsta stigi.

Vafrar fyrir 3.- 4. bekk

Um er að ræða 2 verkefni frá Menntamálastofnun þar sem sýnd eru helstu táknmyndir og aðgerðir á vöfrum.

Tölvuöryggi fyrir 3.-4. bekk

Námsefni frá Menntamálastofnun sem inniheldur fjórar klípusögur sem tengjast tölvu og netnotkun ásamt gagnvirkum verkefnum sem tengjast þeim. 

Rafrænt fótspor

Rafrænt fótspor er atriði sem ætti að fjalla um með öllum nemendum á yngsta stigi af tog til. 

Mynd með íslenskum skilgreiningum fyrir yngstu nemendurna.

Glærur um rafrænt fótspor og netöryggi.


Uppfært í júní 2021