Vefurinn Námsefni í stafrænni borgaravitund er með kennsluefni fyrir öll aldurstig grunnskólans. Með því að velja bekk kemur upp efni sem æskilegt er að taka fyrir með þessum árgangi. Kennsluráðgjafar í upplýsingatækni á Menntasviði Kópavogsbæjar tóku saman efnið á þessum vef í samvinnu við fleiri. Verkefnin eru að stórum hluta þýtt námsefni frá Common Sense education en einnig er stuðst við efni frá Menntamálastofnun og Saft.

Einnig má benda á vefsíðu SAFT með fræðsluefni sem auðvelt er að skoða með ákveðna leit í huga. Hér að neðan eru nokkrar ábendingar um gott efni úr þessu safni.


Ung börn og snjalltæki

Handbók frá Heimili og skóla og SAFT um fyrstu kynni barna af snjalltækjum. Þau ættu að fara fram undir handleiðslu forráðamanna og/eða annarra fullorðinna. barna og ungmenna.


Börn og miðlanotkun

Þessi handbók frá Heimili og skóla og SAFT er ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Í henni er fjallað um sjónarmið sem gott er að hafa í huga í tengslum við miðlanotkun barna og ungmenna.


Úr smiðju KPMG um netöryggi barna á yngsta stigi grunnskóla

Skemmtilegur fyrirlestur KPMG á YouTube um netöryggi barna á yngsta stigi grunnskóla. Fyrirlesturinn er ætlaður 1.-4. bekk en getur einnig nýst á miðstigi.


Að auki hefur Jafnréttisskóli Reykjavíkur gefið út ráðleggingar til starfsmanna í skóla- og frístundastarfi og foreldra um hvernig hægt er að tala um klám við börn á yngsta stigi.


Kennsluráðgjöfum á Menntasviði Kópavogsbæjar hefur verið tíðrætt um rafrænt fótspor og netöryggi. Hér er glærur tengdar því efni.


Uppfært í júní 2022