Apple Classroom – bekkjarstjórnun

      Slökkt á athugasemdum við Apple Classroom – bekkjarstjórnun

Það má ekki rugla saman Apple Classroom við Google Classroom þó nöfnin séu svipuð. Google Classroom (græna appið) er til að setja fyrir verkefni og taka á móti þeim en Apple Classroom (appelsínugula appið) er bekkjarstjórnunarkerfi. Kennarar í Kópavogi eiga ekki að sækja appið í App Store heldur biðja deildarstjóra í upplýsingatækni í sínum skóla að setja það upp ef það er ekki í spjaldtölvu kennarans.

Hér er ágætt yfirlit yfir virkni appsins en kennarar þurfa ekki að skrá nemendur eða veita þeim aðgang eins og sýnt er í upphafi. Deildarstjórar í upplýsingatækni sjá um að forskrá nemendur inn í kerfið.