Með Explain Everything geta kennarar og nemendur búið til glærukynningar og myndbönd um allt milli himins og jarðar. Hér er útskýring á íslensku um virkni appsins. Appið er frítt upp að vissu marki en kennarar í Kópavogi geta fengið keypta aðganginn með því að hafa samband við deildarstjóra í upplýsingatækni í sínum skóla.
Hér eru ítarlegar leiðbeiningar um allt er viðkemur appinu.
Hér eru leiðbeiningar hvernig hægt er að setja rúður sem bakgrunn í verkefnin.