Mentimeter – Gagnvirkar glærukynningar

      Slökkt á athugasemdum við Mentimeter – Gagnvirkar glærukynningar

 Mentimeter er hugsað til að virkja nemendur í kennslustundum með því að varpa til þeirra spurningum eða hugmyndum sem þeir eiga að bregðast við nafnlaust, og allir sjá niðurstöðuna í rauntíma. Nýtist m.a. vel fyrir hugstormun í bekknum. Tenging við nemendur er með kóða á vef. Mentimeter er ekki ólíkt Nearpod en er einfaldara í notkun ef eitthvað er. Þetta er ekki app, þú skráir þig inn á vinnusvæði með t.d. Google-netfangi á vafra sem virkar ákaflega vel í spjaldtölvunni eða snjallsímanum. Allt ókeypis! Hentar vel fyrir alla grunnskólanemendur og hér er á ferðinni frábært verkfæri fyrir kennarann.

Nánari leiðbeiningar hér.