Seesaw

      Slökkt á athugasemdum við Seesaw

Seesaw er námsumhverfi í formi rafrænnar námsferilsmöppu þar sem kennari getur lagt fyrir verkefni svipað og í Google Classroom og Showbie. 

Hvað er Seesaw?  er samantekt og lýsing á helstu atriðum forritsins. Fyrstu skrefin er samantekt á því hvernig maður hefst handa.

Hér er kennslumyndband á ensku um fyrstu skrefin og hér eru leiðbeiningarmyndbönd af Snjallkennsluvefnum. Að lokum eru hér fleiri myndbönd á ensku.

Við höfum tekið saman kennsluhugmyndir og íslenskað helstu flýtilykla sem notaðar eru við verkefnagerð í forritinu.

Hvernig er Seesaw kynnt fyrir foreldrum? Hér er  Seesaw foreldrakynning sem Ingvi Hrannar gerði og hér er foreldrakynning á ensku 

Hvernig nota ég Seesaw í kennslunni? Ingvi Hrannar tók viðtal við Bergþóru Þórhallsdóttur þar sem fram kemur hvernig hún hugsar kennslu með tækni á yngsta stigi og þar nýtir hún einkum Seesaw til að halda utan um kennsluna og nýta ýmis önnur öpp. Hér er einnig viðtal við hana þar sem hún útskýrir hvernig hún notar Seesaw með nemendum. 

Þegar verkefni eru sett upp í Seesaw eru flýtilyklar notaðir sem gera það að verkum að sjónræn tákn birtast í texta eða fyrirmælum verkefna.. Gott er að hafa skjalið við hendina við verkefnagerð í Seesaw. 

Common sense (for educators) hefur fjallað um það hver helsti munurinn er á Google Classroom og Seesaw fyrir þá sem velta því fyrir sér.