Seesaw

      Slökkt á athugasemdum við Seesaw

Seesaw er rafræn skólastofa þar sem kennari getur lagt fyrir verkefni svipað og í Google Classroom og Showbie en hér má lesa meira um það. Kennari getur stofnað reikning hérna og appið fyrir iPad er hér.

Hér er kennslumyndband um fyrstu skrefin og hér eru myndbönd af Snjallkennsluvefnum og fleiri myndbönd hér á ensku.

Bergþóra í Kópavogsskóla hefur notað Seesaw mikið og tekið saman kennsluhugmyndir og íslenskað helstu skipanirnar.

Hér er Seesaw foreldrakynning sem Ingvi Hrannar gerði og hér er viðtal sem Ingvi Hrannar tók við Bergþóru þar sem hún útskýrir hvernig hún notar Seesaw með nemendum.

Þegar verkefni eru sett upp í Seesaw eru kóðar notaðir fyrir tákn sem eiga að birtast í texta eða fyrirmælum verkefnisins. Hér er skjal sem sýnir þessa kóða og gott er að hafa við hendina við uppsetningu verkefna í Seesaw.

Að síðustu eru hér 9 útprentanleg veggspjöld sem Ingvi Hrannar bjó til.