Hlaðvarp (Podcast) eru safn fyrir hljóðskrár. Í iPad-spjaldtölvunni er app til að hlusta og gerast áskrifandi að hlaðvörpum.
Til að hlaða upp og geyma hljóðskrár má benda á Soundcloud en þessi þjónusta er frí að vissu marki. Hér eru leiðbeiningar um hvernig hljóðskrár eru settar í Soundcloud.
Hér eru svo leiðbeiningar hvernig búa má til sitt eigið hlaðvarp með Garageband og hlaða upp í Soundcloud.
Anchor appið sem nú nefnist Spotify for Podcasters hefur verið vinsælt í hlaðvarpsgerð og hér útskýrir Björgvin Ívar hvernig það er notað og Sæmundur Helgason hérna líka og hleður því upp í Google hlaðvarp.
Til að gera hljóðskrárnar aðgengilegar nemendum er hægt að nota QR kóða. Sjá nánar hér.
Hér er svo frábær handbók um hlaðvarpsgerð frá A til Ö sem Oddur Ingi Guðmundsson tók saman.