Hlaðvarp – Podcast

      Slökkt á athugasemdum við Hlaðvarp – Podcast

Hlaðvarp (Podcast) eru safn fyrir hljóðskrár. Á vef RUV er til dæmis hægt að gerast áskrifandi að einstökum þáttum en einnig halda ýmsir fjölmiðlar og einstaklingar úti sínu hlaðvarpi eins og Ingvi Hrannar.

Til að hlaða upp og geyma hljóðskrár má benda á Soundcloud en þessi þjónusta er frí að vissu marki. Hér eru leiðbeiningar um hvernig hljóðskrár eru settar í Soundcloud.

Í iPad-spjaldtölvunni er app til að hlusta og gerast áskrifandi að hlaðvörpum.

Hér eru svo leiðbeiningar hvernig búa má til sitt eigið hlaðvarp með Garageband og hlaða upp í Soundcloud.

Til að gera hljóðskrárnar aðgengilegar er líka hægt að nota QR kóða. Sjá nánar hér.