Lærum og leikum með hljóðin

      Slökkt á athugasemdum við Lærum og leikum með hljóðin

Í appinu Lærum og leikum með hljóðin eru öll íslensku málhljóðin kennd á lifandi og skemmtilegan hátt með fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð. Heiti bókstafanna og hljóð þeirra eru kennd með íslenska fingrastafrófinu um leið og lestrarferlið er undirbúið. Á sama tíma er réttur framburður hljóða kenndur. Aðferðin byggir á áratuga reynslu talmeinafræðings með áherslu á að veita aðgengilega og faglega leiðsögn til foreldra og skóla.

Appið kostar og má nálgast hér og nánari upplýsingar eru á vef höfunda.