Puppet Pals – Brúðugerð

      Slökkt á athugasemdum við Puppet Pals – Brúðugerð

Nemendur hafa gaman af brúðugerð í spjaldtölvum og hér eru tvö öpp sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár. Þau heita nánast það sama enda frá sama framleiðanda og hafa mjög svipaða virkni.

Puppet Pals HD er meira notað með yngri nemendum eins og Fjóla Þorvaldsdóttir hefur mikla reynslu af og hefur hún útbúið nokkur myndbönd sem sýna möguleika appsins.

Tvær útgáfur eru af þessu appi. Fría útgáfan er með fáum sögupersónum en keypta útgáfan með fleiri möguleikum.


Puppet Pals 2 er hitt appið og það hefur annað útlit en Puppet Pals HD en svipaða virkni. Það kemur líka í tveimur útgáfum. Fría útgáfan er með fáum sögupersónum en keypta útgáfan með fleiri.