Sphero – Forritunarleg kúla

      Slökkt á athugasemdum við Sphero – Forritunarleg kúla

Sphero er lítil forritunarleg kúla sem hefur verið mjög vinsæl hér á landi og því mikið til af kennsluefni á íslensku. Kennarar í Vatnsendaskóla bjuggu til námsefni fyrir Sphero sem þeir kalla Kúlus og er það gott framtak að íslenska hluti og hugtök sem notuð eru í skólastarfi. Kennaraheftið er hér og nemendaheftið hér.

MSHA hefur einnig tekið saman verkefni og hugmyndir og hér er efni fyrir lengra komna sem Ingvi Hrannar tók saman.

Kennarar í Kópavogi geta fengið lánaðar sex kúlur úr Búnaðarbankanum og eru pöntunarupplýsingar hér. Appið kostar ekkert og er hér í App Store.