Sphero – Forritunarleg kúla

      Slökkt á athugasemdum við Sphero – Forritunarleg kúla

Sphero er lítil forritunarleg kúla sem hefur verið mjög vinsæl hér á landi og því mikið til af kennsluefni á íslensku. Kennarar í Vatnsendaskóla bjuggu til námsefni fyrir Sphero sem þeir kalla Kúlus og er það gott framtak að íslenska hluti og hugtök sem notuð eru í skólastarfi. Kennaraheftið er hér og nemendaheftið hér.

MSHA hefur einnig tekið saman verkefni og hugmyndir og hér er efni fyrir lengra komna sem Ingvi Hrannar tók saman.

Appið kostar ekkert og er hér í App Store.