Fyrstu skrefin með nemendum

Við mælum sterklega með að vinna verkefni 1 – 10 með öllum nemendum strax eftir afhendingu. Mælum einnig með að nemendur séu búnir að gera bekkjarsáttmála áður en verkefnin eru gerð.

Verkefni 12 – 14 eru valkvæð.

1. Ná í mynd af netinu og vista í myndaalbúmið

Opna Safari, leita að mynd með því að slá heiti inn í leitargluggann t.d. hamstur eða Breiðablik. Velja Images og svo einhverja mynd sem opnast hægra megin á skjánum. Halda fingri ofan á henni og þá kemur upp valmynd með möguleikanum Add to Photos. Velja það og þá flyst myndin sjálfkrafa yfir í myndaalbúmið Photos.


2. Setja inn eigin skjámyndir á tækið

Nemendur taka sjálfu eða finna mynd(ir) í Safari og vista í myndaalbúminu Photos. Opna svo Settings og velja Wallpaper – Choose a New Wallpaper – velja mynd – velja svo Set og þá er hægt að velja Set Lock Screen eða Set Home Screen eða bæði.


3. Setja inn eigið fingrafar

Nemendur geta notað fingrafarið sitt til að opna spjaldtölvuna en þurfa samt að muna tölurnar fjórar því þær þarf að slá inn t.d. eftir að spjaldtölvan hefur endurræst sig. Fingrafarið er sett inn með því að velja Settings – Touch ID & Passcode – slá inn tölurnar fjórar og velja Add a Fingerprint og fylgja svo leiðbeiningum á skjánum.

Kennari getur líka sett sitt fingrafar í spjaldtölvu nemenda svo það sé fljótlegt fyrir hann að opna hana ef þörf krefur. Hægt er að setja 10 fingraför í hverja spjaldtölvu.


4. Telja hvað eru margir takkar og göt á spjaldtölvunni 

Fara yfir með nemendum hvað hver takki og hvert gat gerir. Hér er upplagt að fá nemendur til liðs við sig og láta þá segja frá þessu.


5. Hleðslutæki og snúra

Ræða um snúruna, hversu viðkvæm hún sé, það þurfi að merkja hana og einnig hleðslutækið. Nemendur eiga að koma með tækin fullhlaðin í skólann eftir að spjaldtölvan fer heim og því þarf að hlaða tækin á kvöldin eða nóttunni. Snúran og hleðslutækið er best geymt heima þegar spjaldtölvurnar fara heim.


6. Leitargluggar og fleira

Sýna nemendum hvernig hægt er að draga fram ýmsa leitarglugga og valmyndir. Nánari leiðbeiningar um það hér.


7. Búa til möppur og skjöl í Google Drive

Opna Google Drive og velja My Drive. Smella á plúsinn niðri í hægra horninu og velja Folder. Nefna möppuna Íslenska og smella svo á Create. Búa má til eins margar möppur og hentar hverjum og einum.

Til að búa til nýtt Docs-skjal er hægt að smella á plúsinn niðri í hægra horninu og velja Google Docs. Nefna skjalið (t.d. Prufa) og velja svo Create. Skrifa stuttan texta og breyta leturgerð, leturstærð og fleira í þeim dúr. Búa má til eins mörg skjöl og hentar hverjum og einum.

Nánari leiðbeiningar um Google umhverfið eru hér.


8. Sækja rafbók í bókasafn skóla og opna í Books

Opna Google Drive og velja Shared drives. Opna bókasafn skóla og velja eina bók með því að smella á punktana þrjá fyrir aftan heiti bókarinnar. Velja Open in og svo Copy to Books og þá hleðst bókin sjálfkrafa í Books og nemendur geta stækkað texta og skrifað inn athugasemdir í bókina að vild.


9. Safari – vafrinn. Að búa til flýtileið á skjáborðið 

Nemandinn opnar uppáhalds síðuna sína á netinu. Efst í hægra horni vafrans er ferhyrningur með ör sem vísar upp. Nemandinn smellir á merkið og velur: Add to Home Screen. Hann ýtir á heimatakkann og þá birtist skjámynd síðunnar á skjá spjaldtölvunnar.


10. Búa til rafbók í Book Creator 

Allir nemendur og kennarar hafa keyptu útgáfuna af Book Creator. Upplagt er að nemendur búi til bók um sitt áhugamál og setji inn texta, myndir og myndbönd.

Nánari leiðbeiningar um Book Creator eru hér.


11. Finna verkefni eða búa til verkefni á Kahoot

Þegar kennari fer í fyrsta skipti inn á Kahoot þarf að smella á hnappinn GET MY FREE ACCOUNT til að skrá sig inn. Að því loknu er afar auðvelt að finna verkefni, bæði innlend og erlend. Einnig er afar einfalt að búa til sína eigin leiki þar sem kennarinn aðlagar efnið að sér og sínum nemendum.

Nánari leiðbeiningar hér. 


12.    QR-kóðar

Kennarinn getur útbúið nokkur verkefni með QR-kóða, prentað út og dreift til krakkanna. Þetta geta verið smáverkefni af ýmsu tagi t.d. skoða myndband, lesa um ákveðið viðfangsefni, leysa þraut o.s.frv. Í spjaldtölvunni er innbyggður QR lesari í myndavélinni.

Nánari upplýsingar um QR kóða hér.


13.    Keynote – verkefni

Nemendum er skipt í hópa (3-4 nemendur í hverjum hópi). Hópurinn býr til kynningu um hvern meðlim hópsins. Á fremstu síðu er hópmynd með titli og eftir það ein síða fyrir hvern meðlim. Þar eru settar inn upplýsingar og myndir er tengjast hverjum nemanda s.s. áhugamál, ofurhetja í uppáhaldi og fleira í þeim dúr.

Kynningin send til annarra í bekknum með loftskeyti (Airdrop) eða sýnd öllum í einu í gegnum skjávarpa.

Leiðbeiningar um Keynote hér.


14. Myndavélin – myndvinnsla – myndbönd

Í Photos er möguleiki á að vinna með myndir sem eru sóttar eða teknar. Nemendur geta skorið (crop), lýst, dekkt, breytt um liti og skrifað inn á myndir.

Nemendur geta líka unnið tveir og tveir saman og farið út á skólalóð og tekið myndband af einu atriði sem tengist umhverfisvernd t.d. hvað má betur fara eða er til fyrirmyndar í skólanum. Nemendur opna myndavélina og velja VIDEO á sleðanum – upptakan vistast í Photos.

Einnig má hugsa sér að nemendur vinni áfram með upptökurnar inni í iMovie. Þá gefst tækifæri til að klippa upptökuna til, setja inn texta og tónlist. Þessi umhverfisatriði eru síðan kynnt fyrir hinum þegar komið er í skólann í gegnum skjávarpa.

Leiðbeiningar um iMovie eru hér.


Uppfært í júní 2022