Að stjórna spjaldtölvum í skólastofunni í 1. - 4. bekk
Fyrri lota/námskeið.
Umgengni við tæknina Hér er nemendum kennt hvernig við handleikum spjaldtölvuna þegar hún er sótt, þegar hún er notuð og henni skilað.
Bekkjarmerki – tákn – fyrirmæli Hér er kennari hvattur til að koma sér upp leiðbeinandi táknum eða fyrirmælum þegar hann stjórnar notkun spjaldtölva í skólastofunni.
Leit á netinu Hér er nemendum kennt hvernig þau eiga að bera sig að við leit á netinu.
Skipulag og utanumhald verkefna Hér er kennari hvattur til að koma sér upp skipulagi fyrir verkefni nemenda s.s. Seesaw, Google Drive…
Hvað er líkt? Hér er kennari hvattur til að aðstoða nemendur að finna út hvernig þau nýta það sem þau kunna úr fyrri öppum yfir í ný öpp. Dæmi: velja + hnappinn til að byrja á nýju verkefni.
Seinni lotu eða framhaldsnámskeið er finna hér neðar á síðunni og ber heitið Að þjálfa ábyrga netborgara 1.-4. bekkur
Að þjálfa ábyrga netborgara 1. - 4. bekkur
Seinni lota/námskeið.
Hvar sjáum við tækni í lífi okkar? Samræða. Hér er nemendum gefið tækifæri að segja frá því hvernig og hvers vegna við notum tækni í skóla og einkalífi. Eftir samræðu og samantekt með kennara geta þau tekið hugmyndir sínar upp og útskýrt þær með verkfærum í Seesaw.
Réttindi og ábyrgð Hér listar kennari upp með nemendum hugmyndir þeirra um réttindi og ábyrgð sem notendur tækninnar. Deilið listanum með öllum nemendum í Seesaw.
Bilanagreining IOI Hér listar kennari upp með nemendum hugmyndir þeirra um réttindi og ábyrgð sem notendur tækninnar. Deilið listanum með öllum nemendum í Seesaw.
Nemendur sem sérfræðingar Hér fá nemendur tækifæri til að vera sérfræðingar og stíga í hlutverk kennara í kennslustundum. Skjávörpun úr spjaldtölvu er nýtt.
Virða höfundarétt Hér læra nemendur að virða höfundarétt. Eiga samræðu um höfundarétt með nemendum. Hvernig berum við okkur að þegar við viljum nota efni frá öðrum?
Kenna forgangsröðun Hér er nemendum kennt að skipuleggja tíma sinn og forgangsraða honum. Skoðuð eru markmið og verkefni sem liggja fyrir, forgangsröð er valin og tími áætlaður.
Að stjórna spjaldtölvum í skólastofunni í 5. - 10. bekk
Að stjórna tæknivæddum kennslustundum. Nokkrar leiðir kynntar.
Viðbrögð við óviðeigandi hegðun. Góð ráð.
Samvinna nemenda með tæknileg námsgögn.
Ofangreindar leiðbeiningar er fengnar í grunninn úr bókinni „Síðasta skólatöskukynslóðin“ – handbók í snjalltækni fyrir kennara eftir Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon. Textinn var aðlagaður að vinnubrögðum og kennsluháttum um spjaldtölvur sem námsgagn í grunnskólum Kópavogsbæjar.
Bekkjarsáttmáli. Þegar nemendur í grunnskólum Kópavogs fá spjaldtölvur er lagt fyrir verkefni í öllum bekkjum þar sem nemendur gera sáttmála sem inniheldur fáar og einfaldar reglur um notkun spjaldtölvanna. Farið er yfir myndatökur og myndbirtingar, virðingu fyrir spjaldtölvum annarra, notkun spjaldtölvunnar sem leiktækis utan skóla, hver ræður notkuninni og hvað sé hæfilegur tími á dag með spjaldtölvuna. Þennan bekkjarsáttmála þarf að endurskoða eða endurgera ár hvert hið minnsta og lögð áhersla á að fara í þau atriði sem leiðbeiningar kennsluráðgjafa í upplýsingatækni segja til um.
Ef árgangur á miðstigi hefur ekki farið í gegnum loturnar tvær fyrir 1. – 4. bekk má jafnframt nýta efni úr þeim lotum / námskeiðum við kennsluna.
Virknikort
Virknikort byggir á fimm stoðum. Hver stoð er talin mikilvæg og því rétt að hafa þær í huga þegar rætt er um skjánotkun barna og ungmenna. Stoðirnar fimm eru: svefn, hreyfing, ræktun vina, samvera fjölskyldu og ástundun áhugamála.
Fullorðnir, í samtali við barnið eða ungmennið, geta stuðst við efni kortsins til að meta stöðuna á hverjum tíma, eiga samræðu um virkni og hjálpa barninu eða ungmenninu að taka almennt ákvörðun um félagslega virkni og heilbrigt líferni. Tillögur að samræðuefni við hverja stoð og notkunarleiðbeiningar virknikortsins er að finna á bakhlið kortsins.
Virknikortið kemur út rafrænt og til að vinna það í spjaldtölvu er hægt að opna það í Books. Það er einnig hægt að prenta það út og vinna það við hlið tölvu/snjalltækis. Hægt er að vísa á kortið í tengslum við foreldrafundi í skólanum.
Kennsluhugmyndir - almennar
Margt smátt gerir eitt stórt Öpp og viðfangsefni sem henta nemendum í 1.-4. bekk.
Appspil til útprentunar.
Einfaldar kennsluhugmyndir Nokkrar hugmyndir fyrir kennara þar sem notkun á spjaldtölvu er í forgrunni.
Fyrstu skrefin með nemendum Verkefni til að vinna með nemendum í 5. bekk þegar þeir fá spjaldtölvur til einkanota.
Greiningarlykill við gerð verkefna Markmiðið er að skilgreina gæði þeirra verkefna sem lögð eru fyrir.
Kvikmyndalæsi Grunnaðferðir í kennslu.
Rafbók um stuttmyndagerð sem Björgvin Ívar gerði. Í henni eru m.a. verkefni og kennslumyndbönd sem eiga að leiða áhugasama í gegnum ferlið að gera stuttmynd. Best er að opna bókina í Books appinu.
Útikennsla Safn hugmynda sem hægt er að nýta í útikennslu.
10 verkefni sem byggja á samþættingu námsgreina á mið- og unglingastigi við upplýsingatækni.
Kennslupakkar
Þessir kennslupakkar, sem dreifast á fjórar kennslustundir, eru til að gera kennsluráðgjöfina markvissari og til að auka líkurnar á því að kennari og nemendur haldi áfram að auka við hæfni og þekkingu á nýtingu appsins í námi og kennslu eftir kennsluráðgjöfina.
Myndabankar og orðaský
Myndabankar með ókeypis myndum:
commons.wikimedia.org Myndir á vegum sömu aðila og reka Wikipedia.
flickr.com/photos/eltpics Safn mynda sem kennarar hafa safnað fyrir kennara af flickr.
loc.gov/free-to-use Myndir úr þjóðarbókasafni Bandaríkjanna.
pexels.com Myndir úr öllum áttum.
Photosforclass Myndir sem henta skólastarfi.
pixabay.com Myndir úr öllum áttum.
unsplash.com Myndir úr öllum áttum. Þessi banki er líka í appi sem er hér. Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig Google Slides og unsplash vinna saman.
Banki með myndböndum, tónlist og hljóðum:
Videvo.net Fjölbreytt úrval af myndbandsbútum til niðurhals. Sumir kosta, aðrir ekki.
Orðaský:
Jason Davies Hægt að afrita texta á síðuna sem raðar svo algengustu orðunum í ský.
WordArt Býður upp á fleiri möguleika en Jason bankinn hér fyrir ofan en þá gegn gjaldi.
Stafræn borgaravitund - Bekkjarsáttmálar
Bekkjarsáttmáli 1.- 4. bekkur Hér er bekkjarsáttmáli sem gott er að semja með nemendum í 1.-4. bekk sem nota bekkjarsett.
Bekkjarsáttmáli 5. bekkur Hér er bekkjarsáttmáli sem gott er að semja með nemendum áður en spjaldtölvur eru afhentar í 5. bekk.
Bekkjarsáttmáli endurskoðaður Leiðbeiningar um hvernig hægt er að endurskoða gamla bekkjarsáttmála.
Stafræn borgaravitund - Kennsluhugmyndir
Vefur með námsefni í stafrænni borgaravitund fyrir alla árganga.
Falskar fréttir Kveikjur, spurningar, umræðupunktar og myndbönd.
Kynheilbrigði og unglingar Ýmsar bjargir fyrir kennara til að ræða og vinna með samskipti unglinga frá mörgum hliðum.
Stafræn borgaravitund – kennsluhugmyndir Nokkrar hugmyndir og kveikjur hvernig hægt er að vinna með stafræna borgaravitund með nemendum.
Stafræn borgaravitund – Kennsluhugmyndir yngsta stig Nokkrar hugmyndir og kveikjur hvernig hægt er að vinna með stafræna borgaravitund með nemendum á yngsta stigi.
Vefsíður sem fjalla um myndbirtingar, miðlalæsi, höfundarrétt, falskar fréttir, samfélagsmiðla, skjátíma og netöryggi.